Þorgrímur berst um veltivigtartitilinn!

Þorgrímur Þórarinsson slæst í för með Magnúsi Inga til Doncaster en hann fékk staðfestan amateur titilbardaga á Caged Steel 20 kortinu snemma í seinustu viku. Bardaginn bauðst með tveggja vikna fyrirvara en hann er upp á veltivigtarbeltið. 

Þorgrímur er 25 ára en hann hefur stundað bardagaíþróttir í fimm ár, MMA í þrjú. Síðasta viðureign hans var Muay Thai bardagi í Thailandi en þar kláraði hann andstæðing sinn via TKO í 2. lotu.

Kortið verður ekki sýnt á netinu en við munum streyma bardögum Þorgríms og Magnúsar live á facebook síðunni okkar.


 

tobbi muay thai.jpg
 
Reykjavík MMA