Sumarstundatafla Reykjavík MMA

Örlítil sumaruppfærsla á stundatöflu tekur gildi þann 7. maí en við höfum fest í töflunni Yoga Nidra hugleiðslutíma á mánudagskvöldum. Yoga Nidra hefur verið í prufukeyrslu hjá okkur síðustu 3 vikurnar og fengið frábærar viðtökur.

MMA FIT hefst svo opinberlega á mánudaginn, en það eru aðal þrek- og styrktartímarnir okkar.  Smellið hér fyrir kynningarmyndband.

Einnig hefjast Blítt og Létt þrektímar þrisvar á viku klukkan 16:30. Blítt og Létt eru styrktarþjálfunartímar hentugir fyrir þá sem eru að byrja að hreyfa sig eftir langa pásu eða meiðsl. Iðkendur í tímanum fara fullkomlega á eigin hraða í gegnum í æfingarnar.

stundatafla 7.5.png
Reykjavík MMA