Yoga

Boðið er upp á tvennskonar yogatíma
Yin Yoga og Yoga Nidra.

 
 
IMG_4244.jpg

Yin Yoga

Mýktin á móti styrknum - Yin Yoga er unnið út frá hefðbundnum yogastöðum þar sem þeim er haldið í lengri tíma í senn, 3-5 mínútur. Með því að gefa líkamanum tíma til að slakna og gefa eftir inni í stöðunum ná bandvefurinn, vöðvar og liðir að mýkjast og líkaminn að losa um uppsafnaða spennu. Þó að yin yoga sé ákveðin slökun er það ekki alltaf auðvelt. Að halda í djúpum teygjum í nokkrar mínútur getur verið krefjandi fyrir líkamann og einni fyrir hugann þar sem maður situr í kyrrð með sínum eigin hugsunum. Að stunda yin yoga meðfram annari mjög kraftmikilli þjálfun skapar gott jafnvægi í líkamanum með því að aukaliðleikann á móti styrknum.

Yin Yoga1: Miðvikudaga kl. 20:10


Yoga Nidra

Hugleiðsla og slökun - Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun, á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þú upplifir djúpa kyrrð og ró og kemur endurnærð/ur til baka. Það eina sem þú þarft að gera er að reyna að sofna ekki. Að fara í gengum 35-45 mínútur af Yoga Nidra er jafn endurnærandi fyrir líkamann og hugann eins og þriggja tíma svefn. Þegar við náum að róa hugann alveg fær líkaminn frið til að heila sig sjálfu innan frá, sem hann er hannaður til að gera. Til að ná árangri í íþróttum skiptir hvíld mjög miklu máli. Þess vegna er Yoga Nidra svo gagnlegt fyrir íþróttafólk sem stundar strangar og krefjandi æfinga sem skapa mikið álag á vöðva, taugakerfið og hugann. Yoga Nidra sem partur af æfingaferlinu er áhrifameira og öflugra en hefðbundin hvíld og svefn.

Yoga Nidra1: Mánudaga kl. 20:10

IMG_4248.jpg

Kennari: Ása Sóley

Hægt er að kaupa 10 tíma klippikort fyrir Yoga tímana.