BJJ

Brasilískt Jiu Jitsu er ein vinsælasta bardagaíþrótt heims um þessar mundir.


Íþróttin gengur í grunninn út á að yfirbuga andstæðing á jörðinni með ýmsum uppgjafar tökum.


Byrjað er standandi og iðkendum kennt að koma viðureigninni niður á jörðina þar sem þeir ná stjórn á andstæðingnum með því að komast í yfirburðarstöðu. Í framhaldi af því eru síðan kennd viss uppgjafartök sem ganga út á liðlása og/eða hengingar.

Íþróttin er kennd í galla (Gi) og án galla (No gi) en flestir iðkendur æfa á báða vegu þó svo að þeir eigi sér uppáhaldsstíl sem þeir leggja oft meiri áherslu á.

Byrjendanámskeið eru haldin reglulega og vara þau ýmist í eina viku eða eru helgarnámskeið.

Á þeim er farið yfir helstu grunntækni og íþróttin útskýrð fyrir iðkendum. Að því loknu öðlast þeir sem klára námskeiðin þáttökurétt í almennum tímum.

Við vekjum athygli á því að á meðan byrjendanámskeiði stendur hafa iðkendur leyfi til þess að sækja hina sívinsælu 5 LotuForm þrektíma okkar.

Byrjendanámskeið eru auglýst á forsíðu rvkmma.is.
(NB. Meðlimir í almennri áskrift fá 50% afslátt af öllum byrjendanámskeiðum.)

Tímar í stundatöflu:

BJJ Gi tímar:

  • Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga kl. 18:15

BJJ No gi tímar:

  • Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga kl 12:10

  • Mánudaga, Þriðjudaga og Fimmtudaga kl 17:15

  • Laugardaga kl 12:10.


    ÞJÁLFARAR: Bjarki Þór Pálsson, Hrafn Þráinsson, Ómar Örn Ómarsson og Andri Kristinsson.