Ný stundarskrá og nýtt verð fyrir haustönn 2018

stundartafla haustönn 2018.png

Senn fer að líða að lokum sumarannar, og þar með upphafi haustannar, hjá RVKMMA. Sumarið hefur verið viðburðaríkt og hafa æfingar verið vel sóttar. Undirbúningur er hafinn hjá Dammý og Ívari Orra sem munu keppa í MMA í september og þar að auki er undirbúningur að fara í gang hjá þeim sem ætla út á Fightstar Interclub í október. Þeir sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref í búrinu þar skulu hafa samband við þjálfara sem fyrst. 

Breyting á verðskrá. Ný verðskrá tekur gildi 20. ágúst og verður verð á mánuð í áskrift 12.990 kr/mán. Þeir iðkendur sem nú þegar eru í áskrift munu halda sínu verði áfram óbreyttu og á það sama við um þá sem skrá sig fyrir 20. ágúst. Uppfærð verðskrá verður birt á www.rvkmma.is
Ný stundaskrá. Ný stundaskrá tekur gildi 20. ágúst. Nokkrar breytingar verða frá núgildandi stundaskrá. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

•    Haustönn barna og unglinga hefst. Barna- og unglingatímar fara í gang á ný eftir sumarfrí. Hópnum verður skipt í þrjá aldurshópa og munu eldri tveir hóparnir æfa þrjá daga í viku en yngsi hópurinn tvisvar. Nánari upplýsingar á rvkmma@rvkmma.is

•    MMA Kynningarnámskeið. 4 vikna námskeið þar sem farið er yfir grunnatriði þeirra bardagalista sem saman mynda MMA. Iðkendur þurfa að ljúka námskeiði til að hafa aðgang að framhaldstímum, nema með sérstöku leyfi frá þálfara. Nánari upplýsingar á rvkmma@rvkmma.is

•    Fjölgun BJJ tíma. Nú verður glíma öll kvöld. Samtals verða 11 glímutímar í stundatöflu, bæði Nogi og Gi. Bætum við Nogi á kvöldin á þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir tímar sem voru fyrir haldast óbreyttir.     

•    Fjöldi Kickbox tíma tvöfaldast. Nú verða fimm tímar í viku, einn tími hvern virkan dag.

•    Á miðvikudagskvöldum verður Yin Yoga tími kl 20. Þetta er viðbót við Yoga Nidra tímana og er eitthvað sem við munum öll hafa gott af. Minnum á að hægt er að kaupa 10 skipta kort í Yoga tímana fyrir þá sem hafa áhuga á því. Hafið samband við þjálfara eða Ásu fyrir nánari upplýsingar.

•    MMA FIT fer í pásu. Hlé verður gert á þrektímum en stefnt á að byrja aftur með svipaða tíma fljótlega.    

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi nýtt fyrirkomulag eru allar upplýsingar veittar á rvkmma@rvkmma.is

Hlökkum til að sjá ykkur í haust!

Reykjavík MMA