Covid19 - Ráðstafanir næstu 4 vikurnar

Eins og flestum er kunnugt tekur 4 vikna samkomubann gildi 16. mars kl. 00:01 og gildir til mánudagsins 13. apríl kl. 00:01. Reykjavík MMA mun fylgja í einu og öllu tilmælum frá yfirvöldum. 

Frá og með 16. mars munu því eftirfarandi tímar falla niður í stundatöflu:

  • BJJ tímar á mánudgöum, miðvikudögum og föstudögum.

  • Nogi tímar á þriðjudögum og fimmtudögum.

  • MMA tímar, allir skráðir tímar í stundatöflu.

  • Grunnámskeið, öll námskeið í stundatöflu

  • Barna og unglingastarf, allir skráðir tímar í stundatöflu falla niður fyrstu viku samkomubanns. Haft verður samband við foreldra varðandi mögulegt fyrirkomulag á æfingum fyrir unglinga og barnastarf.

5 lotuform og kickbox tímar munu haldast inni í stundatöflu og verða þeir skipulagðir á þann hátt að fyrirmæli samkomubanns séu uppfyllt. Unnið er hörðum höndum að setja saman aðrar æfingar inn í stundatöflu til að takmarka áhrif samkomubansins eins og kostur gefst. Nánara fyrirkomulag verður tilkynnt síðar.

Við gerum okkur grein fyrir því að þær aðstæður sem uppi eru nú í samfélaginu eru fordæmalausar og munum við gera okkar besta til að koma til móts við okkar fólk.

  1. Allir iðkendur sem skráðir eru á grunnnámskeið í mars munu fá að sækja næsta grunnnámskeið sem haldið verður að samkomubanni afléttu endurgjaldslaust.

  2. Eins geta allir iðkendur sem eru skráðir í almenna áskrift sótt tíma sem eru í stundatöflu óháð því hvort þeir hafi lokið grunnnámskeiði eða ekki.

Til þess að koma til móts við okkar fólk viljum við einnig bjóða þeim sem eru í almennri áskrift að mæta á grunnnámskeið að eigin vali endurgjaldslaust þegar samkomubanni hefur verið aflétt þeim að kostnaðarlausu.

Aðstaðan verður jafnframt opin skv. stundatöflu og munu iðkendur hafa aðgang að lóðum og tækjum eins og kostur gefst með fyrirvara um að fjöldi og bil milli iðkenda brjóti ekki í bága við fyrirmæli samkokmubanns.

Það er margt sem við get­um gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mik­il­vægt að við leggjum okk­ur öll fram við að draga úr út­breiðslu kórónuveirunnar COVID 19. 
Góð ráð á æfingum:

  • Gættu þess vel að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. 

  • Notaðu hanska eða grifflur á æfingum.

  • Vertu með þinn eigin vatnsbrúsa. 

  • Gættu að hreinlæti við notkun vatnshana.

  • Þvoðu þér oft og vel um hendur með sápu.

  • Notaðu sótthreinsispritt. 

  • Forðastu að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum.

  • Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi.

  • Hóstaðu og hnerraðu í pappír eða í olnbogabót og þvoðu hendur á eftir.

  • Hreyfðu þig a.m.k. 30 mín. á dag og boðaðu næringaríka fæðu.

  • Ekki mæta á æfingar ef þú finnur fyrir einhverjum mögulegum einkennum.

  • Ekki mæta á æfingar ef þú átt að vera í sóttkví.

Gætum fyllsta hreinlætis, höldum ró okkar og hugsum vel um hvort annað.

Við biðjum iðkendur okkar að sýna þessu skilning og þökkum fyrir jákvæð viðbrögð við þessum breytingum á starfi okkar.

Kær kveðja,

Þjálfarar Reykjavík MMA

dragduursykingarhaettu.jpg
Reykjavík MMA