Covid19 - Ráðstafanir 25.07.21

Sæl öll,

Við viljum byrja á að þakka ykkur enn og aftur fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum það ástand sem hefur verið, samstaða hópsins er einstök. Eins og flestir vita hefur verið mikil vöxtur samfélagssmita í þjóðfélaginu síðustu misseri og sóttvarnir hafa verið hertar á ný. Það er gott að heyra að við fáum að halda æfingum áfram og viljum við eftir fremsta megni gera það á sem öruggasta máta möguleiki er á.

Það hefur því verið tekið ákvörðun að brýna sóttvarnir enn frekar í Reykjavík MMA með það að leiðarljósi að stuðla að auknu öryggi fyrir bæði iðkendur og starfsfólk. Farið verður í svipað far og var fyrir léttingu síðustu takmarkana.

  1. 30 manna hámark er í hvern tíma fyrir sig.

  2. Iðkendum er að sjálfsögðu velkomið að halda sig við einn æfingafélaga í tímum ef þið viljið.

  3. Skráning á Wix appinu í alla tíma svo auðvelt sé að halda um það hverjir eru á æfingum og passa upp á hámarksfjölda.

  4. Persónubundnar sóttvarnir hvers og eins, halda sig heima ef þið finnið fyrir flensulíkum einkennum og fara í test ef svo er, spritt og handþvottur osfrv.

  5. Búningsaðstaða lokar aftur tímabundið og við hvetjum iðkendur að staldra ekki of lengi við fyrir og eftir tíma. - Engar æfingar á milli íþróttafélaga og ef þú æfir í öðrum félögum að vera þá annaðhvort í Rvk MMA eða geyma það að mæta á meðan þessu stendur.

  6. Við biðlum einnig til fólks sem sótti fjölmennar samkomum eða skemmtistaði núna um helgina að geyma það að mæta í Rvk MMA þessa vikuna til að sýna sérstaka aðgát meðan staðan er óljós vegna smita.

Sjáumst í komandi viku, kær kveðja starfsmenn Reykjavík MMA.

Reykjavík MMA