Nýjir tímar og breytingar á stundaskrá í sumar

Á sumarönn verða nokkrar breytingar á stundatöflunni frá því í vetur.

Helst ber að nefna að við bætum inn nýjum Taekwondo tímum 2x í viku. Tímarnir verða kenndir af Sigurði Pálssyni, margreyndum keppanda, fyrrum landsliðsmanni og þjálfara. Sigurður hefur verið með svart belti í 7 ár og er ný útskrifaður styrktarþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. Í tímunum verður farið yfir ýmis spörk og eru tímarnir opnir öllum iðkendum félagsins, bæði unglingum og fullorðnum.

Tímarnir byrja frá og með 19. júní á eftirfarandi tímum

Mánudag 17:10 - 18:10

Miðvikudag 17:10 - 18:10


Fyrirkomulagið í hádeginu verður líka með öðru sniði en hefur verið. Í sumar verður open mat/ open gym í hádeginu alla virka daga. Kenndir tímar detta út og í staðin verður iðkendum frjálst að æfa á eigin vegum í stöðinni, annaðhvort einir eða í hóp. Gott getur verið að mæla sér mót við æfingafélaga og skipuleggja æfingarnar fyrirfram. Brýnum fyrir iðkendum að ganga vel um stöðina og ganga frá öllum búnaði sem er notaður í æfingarnar, eins og venjulega.

Breytingarnar á hádegistímum taka gildi frá og með 5. júní.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi breytingarnar er alltaf hægt að senda spurningar á rvkmma@rvkmma.is

Sumarkveðja

Þjálfarar


Reykjavík MMA