Ný stundatafla haustannar!

Stundatafla sept 19.JPG

Nú fer senn að líða að því að haustönn hefjist hjá okkur í RVK MMA og fögnum við því með því að hefja ný byrjenda námskeið og bæta við tveimur nýjum tímum af 5-Lotuformi á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:10.

Almennir tímar í stundatöflu:


Allir iðkendur í almennri áskrift hafa aðgang að öllum tímum í stundatöflu eins og lýst er hér að neðan, búið er að gera nokkrar breytingar frá seinasta vetri og biðjum við iðkendur að kynna sér stundatöfluna vel.

Grunnnáskeið:


MMA 1 hefst 3. sept. - Farið verður yfir helstu undirstöðuatriðin í MMA og þær íþróttir sem skipa veigamesta þáttin í MMA, Wrestling, Kickbox og Nogi/Submission Grappling.

Kickbox 1 hefst 2. sept. - Farið er yfir grunnatriðin í kickboxi. Staða, fótavinna, helstu högg og spörk og einfaldar fléttur.

BJJ1 hefst 30.sept - Æfingar í Brasilísku Jiu Jitsu, bardagaíþrótt sem einblínir á að ná stjórn og uppgjafartökum á andstæðing. Æft er í Gi (BJJ galla). 

Eftir að námskeiðum er lokið munu iðkendur hafa öðlast nægan skilning til að mæta í framhaldstíma, sjá stundatöflu,

Barna og unglingarstarf:


Haustönn barna og unglinga hefst 2. sept. - Í barna og unglinga starfi rvkmma leggjum við áherslu á að iðkendur öðlist aukna alhliða hreyfi færni ásamt því að læra undirstöðuatriði og hugtök í þeim íþróttum sem falla undir blandaðar bardagalistir. Iðkendur fá fagmannlega handleiðslu reyndra þjálfara
Einnig leggjum við áherslu á ákveðin gildi sem leiða til aukins sjálfstrausts og betri samstöðu meðal nemenda.

Æfingar fyrirkomulag er eftirfarandi: Gi á mánudögum, nogi á miðvikud og svo striking/wrestling á föstudögum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

RVKMMA

Reykjavík MMA