Markmið með námskeiðinu:

Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í BJJ þar sem iðkendur kynnast helstu stöðum og hugtökum í íþróttinni og fá að spreyta sig í frjálsum glímu lotum í öruggu æfingaumhverfi.

BJJ er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem hugur og líkamleg geta mætast. Íþróttin fer sívaxandi út um allan heim og hentar fyrir alla aldurshópa.

Það getur verið erfitt fyrir konur að stíga fyrstu skrefin og mæta í tíma í íþrótt sem er almennt talin frekar karllæg. Þessu viljum við breyta þannig að allir fái tækifæri til að prófa þetta frábæra sport.


Upplýsingar um námskeið

Reykjavík MMA býður upp á byrjenda námsskeið í Brazilian Jiu Jitsu (BJJ )fyrir konur þann 21. og 28.Janúar.

Tveggja daga námskeið sem verður tvo laugardaga í röð og 8 klst í heildina.

Innifalið í verði námskeiðsins er aðgangur að þrektímum okkar 5lotuform.

Dagskráin:

Fyrri kennsludagur:

10:00-12:00 kennsla

12:00-12:45 pása

12:45-14:45 kennsla

Seinni kennsludagur:

10:00-12:00 kennsla

12:00-12:45 pása

12:45-14:45 kennsla

Ávextir verða í boði báða daganna svo það verður hægt að næra sig létt á meðan námskeiðinu stendur.


Gott að vita

1. Verð fyrir námskeið er 22.900 kr. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni.

Email: Rvkmma@rvkmma.is

2. Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.

3. Mælst er með að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennilása. Gott er að hafa meðferðist vatnsbrúsa á æfingar.

4. Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstíma hjá okkur (BJJ1,BJJ2 og Nogi2 og ásamt sérstökum kvennatímum, sjá stundatöflu.)

5. Innifalið í verðinu er aðgangur að þrektímunum okkar á meðan að námsskeiði stendur. Þeir heita 5LotuForm í stundatöflu og eru 11 sinnum í viku.

Kennari

Dammý (Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir)