Nýtt námskeið GFR í samstarfi við Heilsueflandi Samfélag Mosfellsbær

Í tímunum er farið yfir undirstöðu atriði og reglur í Brazilian Jiu Jitsu. Tímarnir fara fram í öruggu umhverfi undir handleiðslu reyndra þjálfara.

Ásamt því er lögð áhersla á að börnin öðlist betri hreyfiþroska sem er mjög mikilvægur fyrir framtíðar hreyfigetu barna. Þetta er gert í gegnum ýmsa leiki, ásamt fimleikaæfingum og “dýrahreyfingum”.

Við leggjum mikið upp úr því að virkja börnin og skapa skemmtilegt og heilbrigt æfinga umhverfi þannig að þau öðlist aukið sjálfstraust, félagsfærni og hreyfigetu samhliða því að búa til jákvætt framtíðar viðhorf til hreyfingar og íþrótta.

Glímufélag Reykjavíkur býður upp á glænýtt glímunámskeið fyrir krakka á aldrinum 5-8 ára í Íþróttamiðstöðinni við Varmá. Námskeiðið er opið öllum börnum.

Um er að ræða 8 vikna grunnnámskeiðið sem hefst föstudaginn 5. apríl og verður kennt alla föstudaga kl 16:15 í húsakynum Aftureldingar.

Krakkarnir sem skrá sig í námskeiðið fá líka aðgang að íþróttaksóla GFR sem haldin er alla laugardaga kl 10:10 á Viðarhöfða 2, Reykjavík.

Námskeiðið kostar 15.900 Kr.