Dagskráin:
Alla daga frá mánudegi til fimmtudags er mæting á slaginu 20:10 og æfingu lokið 21:40.
Markmið með námskeiðinu:
Á námskeiðinu er farið yfir grunntækni í BJJ, iðkendur kynnast helstu stöðum og hugtökum í íþróttinni og fá
að spreyta sig í frjálsum glímulotum í öruggu æfingaumhverfi.
BJJ er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem hugur og líkamleg geta mætast. Íþróttin fer sívaxandi út um allan heim
og hentar fyrir alla aldurshópa.
Upplýsingar um námskeið:
Reykjavík MMA býður upp á viku námskeið í Brazilian Jiu Jitsu (BJJ) 29-30.Janúar
Fjögurra daga námskeið sem verður frá mánudegi til fimmtudags. 1.5 tíma í senn.
Innifalið í verði námskeiðsins er ein vika í Rvkmma eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur geta mætt í BBJ1,Nogi2 og Fimmlotuform (Þrektímar)
Gott að vita
Verð fyrir námskeið er 19.900 kr. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni. Email: Rvkmma@rvkmma.is
Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.
Mælst er með að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennilása. Gott er að hafa meðferðist vatnsbrúsa á æfingar.
Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstímana okkar (BJJ1 og Nogi2) sjá stundatöflu.
Innifalið í verðinu er aðgangur að þrektímunum okkar 5LotuForm sem eru 8 sinnum í viku.
Þjálfari á námskeiðinu er Bjarki þór.
Bjarki hefur stundað íþróttina af krafti í 11 ár og er með svarta beltið ásamt því að vera Íslandsmeistari 2016.