Reykjavík MMA býður upp á Grunnnámskeið í Fimmlotuformi. Mánudaginn 8.Janúar Námskeiðið er fjórar vikur og kennt er tvisvar sinnum í viku..
Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:15
Verð fyrir námskeið 25.900kr.
Á Námskeiðinu er farið í
Á námskeiðinu verður farið yfir allar helstu styrktar- og þolæfingar, ketilbjölluæfingar,ásamt kennslu á þoltækjum stöðvarinnar. Í öllum tímum eru teknar æfingar í lokin sem reyna á styrk og þol.
Markmið með námskeiðinu
Iðkendur læra að beita líkamanum rétt og stilla sína ákefð á æfingum eftir getustigi. Farið er yfir grunntækni í öllum æfingum með það í huga að dýpka skilning fólks á tilgangi hverra æfinga fyrir sig til þess að vera sem best undirbúin fyrir framhaldstímana.
Umsagnir:
“Mjög skemmtilegt. Frábær hópur af fólki og fannst ég hafa náð góðum árangri í liðleika og styrk”
“Frábært námskeið og Nico er rosalega hvetjandi þjálfari. “
“Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja koma sér í form ásamt því að æfa í frábærum félagsskap”
Þjálfari á námskeiðinu er
Nicolas Jouanne
Íak Einkaþjálfari & Styrktarþjálfari.
Gott að vita
Verð fyrir námskeið er 25.900 kr.Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni. Email Nico@rvkmma.is.
Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.
Mælst er til að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði. Gott er að hafa meðferðis vatnsbrúsa á æfingar.
Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstímana okkar.
Hvort sem þú vilt auka þekkingu þína á líkamsrækt eða einfaldlega komast í betra form, þá hentar námskeiðið þér.
Iðkendur hjá Reykjavík MMA fá 50% afslátt af námskeiðinu. Senda Email á Nico@rvkmma.is með nafni og kt og þú ert skráð/ur.