Þorgrímur Þórarinsson fær tækifæri til að verða tvöfaldur amateur meistari er hann berst um millivigtartitilinn!

Þorgrímur "Baby Jesus" Þórarinsson, sem sigraði amateur veltivigtabeltið hjá Caged Steel þann 17. mars, fær nú tækifæri til að verða tvöfaldur meistari deildarinnar er hann hoppar upp í millivigt og beint í titilbardaga gegn Matt Hodgson. Bardaginn fer fram á Caged Steel 21 kortinu í Doncaster, Englandi. Kvöldinu verður streymt í beinni (og í alvöru gæðum þetta skiptið!) og sýnt hjá Reykjavík MMA. #CMON TEAM

32130522_1865836766768506_9127062128295936000_o.jpg
Reykjavík MMA