MMA Unglingar
MMA f. 14 - 18 ára.
Reykjavík MMA býður upp á skemmtilegt og uppbyggjandi MMA-námskeið fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára. Tímarnir eru kenndir tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 20:15.
Námskeiðið hefst 10. febrúar og stendur yfir í 6 vikur.
Hákon Arnórsson og Kristinn Dagur sjá um kennsluna í tímunum. Þeir hafa báðir sótt sér mikla reynslu sem þjálfarar og keppir Hákon fyrir hönd Reykjavík MMA á bardagakvöldum erlendis.
Í tímunum verður farið yfir grunnatriði í Kickboxi, uppgjafarglímu og glímu upp við búrið. Námskeiðið hentar öllum getustigum og er fullkominn upphafspunktur fyrir þá sem vilja prófa MMA eða skerpa á tækninni sem þeir búa yfir nú þegar.
Reykjavík MMA leggur ríka áherslu á gott æfingarumhverfi og liðsanda.
Námskeiðið er opið báðum kynjum.