3mma.png
45647441_775216226156912_4112071606963011584_o.jpg

Reykjavík MMA býður upp á grunnnámskeið í MMA. Þriðjudaginn 7.Maí.

Námskeiðið er fjórar vikur og fer kennslan fram Þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15

Verð á námskeiðið er 25.900kr

MMA1 hentar þér hvort sem þér hefur alltaf langað til að æfa MMA eða bara skella þér út fyrir þægindarammann og prufa nýja og skemmtilega líkamsrækt.

Þú lærir blandaðar bardagalistir af atvinnumönnum íþróttarinnar. Á námskeiðinu öðlast þú grunnfærni í jiujitsu, kickboxi og freestyle wrestling. Að námskeiði loknu býðst þér að mæta í framhaldstíma samkvæmt stundarskrá.

Reykjavík mma bíður upp á mjög persónulega og einstaklingsmiðaða þjálfun og er frábær andi í gymminu. Allir eru velkomnir að slást í hópinn og taka á því.


Gott að vita.

  1. Námskeiðið er fjórar vikur og fer kennsla fram þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15 í hverri viku.

  2. Verð fyrir námskeið er 25.900 kr.

  3. Á námskeiðinu er tekið mið af aldri og getu hvers og eins og fer hver á sínum hraða.

  4. Mælst er til að fólk mæti í venjulegum íþróttafatnaði án rennlása. Einnig er gott að kaupa tannhlíf og er hún seld hjá okkur á 2990 kr. Gott er að hafa meðferðis vatnsbrúsa á æfingar.

  5. MMA hanskar og legghlífar eru ekki nauðsynlegar á námskeiðinu en gott að eiga þær ef viðkomadi vill halda áfram að námskeiði loknu. MMA hanskar og legghlífar fást hjá okkur. Hanskar fást á 12.900 kr. og legghlífar á 15.650 kr.

  6. Námskeið fæst ekki endurgreitt eftir skráningu. Ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að senda okkur póst og þú getur átt námskeiðið inni. Email Rvkmma@rvkmma.is.

  7. Ef áhugi vaknar og þú vilt halda áfram að námskeiði loknu þá er hægt að skrá sig í áskrift og mæta í framhaldstímana okkar (MMA2) sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:15.

  8. Innifalið í verðinu er aðgangur að þrektímunum okkar 5LotuForm sem eru 13 sinnum í viku.

Bræðurnir Bjarki “Thor” og Magnús “Loki” eru báðir atvinnumenn í íþróttinni.

Bræðurnir Bjarki “Thor” og Magnús “Loki” eru báðir atvinnumenn í íþróttinni.


Kynningarmyndband þar sem Aron Kev og Magnús Ingi fara yfir allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir námskeiðið.

Umsagnir þáttakenda

“Ótrúlega skemmtilegt námskeið sem er mjög fjölbreytt, gott fyrir þá sem hafa áhuga að prófa eitthvað bardaga tengt út af því að mma bíður upp á mismunandi bardagaíþróttir í einni íþrótt. Þjálfararnir huga vel að manni og fara vel yfir tækni. Mórallinn er mjög jákvæður og finnst mér alltaf gaman að mæta á æfingu! Ekki er það verra hvað maður kynnist öllum á námskeiðinu og eignast vini í leiðinni.”

“Þjálfunin er mjög fagmannleg og tók ég strax eftir því hvað ég fékk mikla athygli frá þjálfurnum og var nánast eins og ég væri í einkaþjálfun. Það sem kom mér á óvart var hversu mikill félagsskapur varð til á námskeiðinu. Voru þjálfararnir mjög duglegir við að þrýsta hópnum saman og rotera æfingafélögum sem gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra. Ég myndi mæla með byrjendnámskeiðinu hjá RVK MMA við alla sem vilja auka styrk og úthald, læra grunnatriðin í blönduðum bardagalistum og komast í fjölbreyttan og góðan félagsskap

“Frábærir strákar sem sjá um þjálfunina, mæli með fyrir hvern sem er og ég er klárlega að fara halda áfram hjá ykkur.”

“Ég var mjög ánægð með grunnnámskeiðið. Það er góð stemmning í gymminu og alltaf gaman að mæta á æfingar. Þjálfararnir eru skemmtilegir og ég upplifði mig mjög velkomna. Á námskeiðinu lærir maður grunnatriði í sjálfsvörn sem gerði mig öruggari. Mér finnst stór kostur að þeir sem eru á grunnnámskeiðinu fá að mæta í 5LotuForm sem eru einnig geggjaðar þrekæfingar! Ég mæli með fyrir alla að prufa mma!”