Reynslusaga frá foreldra.
Sonur minn er greindur með ADHD. Hann var greindur frekar seint eða um 12 ára.
Hann hefur alltaf verið að leita að stað til að vera hann sjálfur og tilheyra einhverjum hóp.
Hann byrjaði að prufa sig áfram og byrjaði að æfa nokkrar íþróttir sem entist ekki i langan tíma fékk alltaf leið á því strax.
Hann ákvað síðan að æfa ekki neitt í einhvern tíma en þar sem hann var alltaf í þessari leit sinni í að tilheyra þá fór hann í vinahóp sem við skulum segja að hafi ekki verið besti hópurinn fyrir hann. Siðan lendir hann i miklu einelti í janúar á þessu ári af hálfu þessa vinhóps sem hann var kominn í. Þegar þetta gerist stendur hann algjörlega einn félagslega og þurfti að endurskoða allt.
Ég hóf því leit að einhverju fyrir hann að gera og þá nefnir frændi hans við hann að hann sé nýbyrjaður að æfa hjá RVK MMA og býður honum með á æfingu.
Eftir fyrstu æfinguna var ekki aftur snúið. Ég var smá hikandi fyrst þar sem ég var nýbúin að horfa a bardaga í sjónvarpinu og fannst þetta svolítið harkalegt. En eftir nokkrar æfingar sá eg strax mun á guttanum mínum.
Sjálfstraustið jókst með hverjum timanum og hann kom glaður og þreyttur eftir hverja æfingu og langaði strax aftur á næstu
Núna er hann búinn að æfa siðan ì janúar á þessu ári og breytingin verður bara meiri og betri með hverjum degi.
Hann er svo sterkur og hefur mikinn áhuga á heilsunni sinni. Hann hefur mikinn metnað að verða betri og honum finnst hann tilheyra stórum og flottum hóp af fólki.
Einkunnir í skólanum og einbeiting hefur lika aukist og batnað til muna
Hann keppti á sínu fyrsta móti núna og gekk það framar vonum og kom hann bjartsýnn um að gera betur næst.
Fannst lika gaman að sjá það á þessu móti hvað þeir voru allir eins og lítil fjölskylda að styðja hvern annan.
Svo þið megið alveg fá hrós fyrir hvernig þið náið þessum hóp saman og finnst lika gaman þegar þjálfari sonar míns hann Krummi sendir mér jákvæða pósta um son minn. Það gefur okkur svo mikið pepp og þá serstaklega honum.
Núna á ég 15.ára ungling sem tilheyrir ykkar hóp.
Hann er með mikið sjalfstraust, sjalfsaga og er bjartsýnn og glaður. Og þegar hann þarf að brenna þessari ótrúlega miklu orku sem er oft fylgifiskur ADHD þá fer hann bara á æfingu og kemur glaður og einbeittur heim.
Takk fyrir okkur RVK MMA