Skilmálar

1. Almenn áskrift

1.1 Ótímabundinn samningur veitir iðkanda aðgang að opnum tímum og aðstöðu (lyftingarsvæði, búningsherbergjum og annarri æfingaraðstöðu) á opnunartímum Reykjavík MMA, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík, kt. 4709170830 gegn greiðslu áskriftargjalds. Samningurinn tekur gildi við undirritun þess og er ótímabundinn samningur.

1.2 Áskriftargjald almennar áskriftar er 12.900 kr. (auk gjalds greiðsluseðils) á mánuði. Miðast áskriftargjald við vísitölu neysluverðs síðastliðinn desember. Áskriftargjald ótímabundna samninga getur hækkað einu sinni ári sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Hækki Reykjavík MMA gjaldið umfram vísitölu neysluverðs getur iðkandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

1.3 Áskriftargjald verður innheimt mánaðarlega með greiðsluseðli í heimabanka með eindaga 5. hvers mánaðar. Áskriftarsamningi má segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Uppsögn skal vera skrifleg fyrir 25. hvers mánaðar.

1.4 Samningurinn veitir ekki rétt til aðgangs að lokuðum námskeiðum sem kunna að vera í boði gegn gjaldi í Reykjavík MMA. Ef iðkandi kýs að skrá sig á lokað námskeið hjá Reykjavík MMA, skal iðkandi hafa samband við afgreiðslu stöðvarinnar til að staðfesta skráningu með greiðslu staðfestingargjalds.

1.5 Upphæð fyrsta greiðsluseðils almennar áskriftar tekur mið af dagsetningu undirritun samnings.

2. Tímabundinn áskrift

2.1 Tímabundinn samningur veitir iðkanda aðgang í 1 (16.700 kr.), 3 (40.700 kr), 6 (66.300 kr.) eða 12 (117.000 kr) mánuði að opnum tímum og aðstöðu (lyftingarsvæði, búningsherbergjum og annarri æfingaraðstöðu) á opnunartímum Reykjavík MMA gegn greiðslu aðgangsgjalds. Samningurinn tekur gildi við undirritun þess og er tímabundinn samningur.

2.2 Aðgangsgjald tímabundins samnings er fyrirframgreiðsla sem verður innheimt með greiðsluseðli í heimabanka (auk gjalds greiðsluseðils) næstu mánaðarmót eftir undirritun samnings með eindaga 5. þess mánaðar.

2.3 Samningurinn veitir ekki rétt til aðgangs að lokuðum námskeiðum sem kunna að vera í boði gegn gjaldi í Reykjavík MMA. Ef iðkandi kýs að skrá sig á lokað námskeið hjá Reykjavík MMA, skal iðkandi hafa samband við afgreiðslu stöðvarinnar til að staðfesta skráningu með greiðslu staðfestingargjalds.

3. MMA1 Byrjendanámskeið

3.1 Tímabundinn byrjenda samningur veitir iðkanda aðgang að lokuðu námskeiði og aðstöðu (lyftingarsvæði, búningsherbergjum og annarri æfingaraðstöðu) hjá Reykjavík MMA gegn greiðslu námskeiðsgjalds. Samningurinn tekur gildi við undirritun þess og er tímabundinn byrjenda samningur. 

3.2 Námskeiðsgjald er 19.900 kr. (auk gjalds greiðsluseðils).

3.3 Greiðsluseðilinn verður sendur í heimabanka með eindaga 5 dögum eftir upphaf námskeiðs.

3.4 Iðkandi getur ekki krafist endurgreiðslu eða sagt upp samningnum þó svo hann mæti ekki á námskeiðið eða hætti að stunda námskeiðið á meðan tímabilinu stendur.

3.5 Iðkandi hefur einnig aðgang að öllum þeim tímum í stundarskrá Reykjavíkur MMA sem eru með tölustafinn 1 fyrir aftan nafn tímans og yoga tímum stöðvarinnar.

3. Barna og Unglingastaf

3.1 Hægt er að greiða fyrir barna og unglingastarf með frístundastyrk eða nýta þá styrki sem hvert og eitt bæjarfélag veitir. Ef forráðamaður iðkanda hefur ekki úthlutað frístundarstyrk til Reykjavík MMA í lok annar eða greitt æfingagjöld með öðrum hætti, gefur Reykjavík MMA sér rétt á því að innheimta vangoldinn æfingagjöld með greiðsluseðli í heimabanka forráðamanns.

4. Ábyrgð iðkanda

4.1 Reykjavík MMA áskilur sér rétt að innheimta vangoldin áskriftargjöld með aðstoð innheimtuþjónustu 13 dögum eftir eindaga. Gjald vegna innheimtu greiðsluseðils leggst ofan á áskriftargjaldið og er innheimt samhliða.

4.2 Iðkanda er ekki heimilt að framselja rétt sinn, samkvæmt samningi þessum til annars aðila nema með samþykki stjórnenda Reykjavík MMA. Við slíkt tækifæri þarf að gera nýjan samning. Iðkandi getur ekki geymt rétt sinn, samkvæmt samningi þessum til skemmri eða lengri tíma með því að leggja áskriftina inn.

4.3 Iðkandi sækir Reykjavík MMA á eigin ábyrgð og áhættu. Iðkandi gerir sér grein fyrir og samþykkir að í Reykjavík MMA tekur iðkandi þátt í æfingum sem fela í sér glímutök, högg, spörk og átök með fullri snertingu og mótspyrnu mótaðila, sem gæti orsakað alvarleg meiðsli og áverka og geta leitt til tímabundinnar og/eða varanlegrar örorku, tjóns og /eða tekjumissis, bæði vegna eigin athafna en einnig athafna annarra; með þáttöku iðkanda á æfingum og við notkun æfingartækja og áhalda í Reykjavík MMA. Reykjavík MMA ber einnig enga ábyrgð á fjármunum iðkanda.

4.4 Iðkandi mun aldrei nota þá kunnáttu sem honum er kennd í Reykjavík MMA við aðrar aðstæður en á æfingum nema í ýtrustu neyð.

4.5 Iðkandi fer í einu og öllu eftir tilmælum þjálfara og annarra starfsmanna Reykjavík MMA sem varða öryggisatriði og almenna umgengni um húsnæði Reykjavík MMA. Þetta á einnig við um reglur er varða opnunar- og lokunartíma.

4.6 Breytingar um opnunartíma Reykjavíkur MMA eru auglýstar með fyrirvara á heimasíðu félagsins www.rvkmma.is og öðrum samfélagsmiðlum þeirra.

4.8 Sem iðkandi í Reykjavík MMA geri ég mér grein fyrir því að brot á þessum reglum getur varðað brottrekstri úr Reykjavík og þær gilda á meðan ég tek þátt í æfingum á vegum Reykjavík MMA, er við æfingar hjá einkaþjálfurum sem starfa undir merkjum Reykjavík MMA eða æfi sjálf/ur í húsakynnum Reykjavík MMA.

4.9 Reykjavík MMA áskilur sér rétt til að breyta ákvæðum samnings þess án fyrirvara.

Samþykki skilmála *
Gata, Borg/Bær, Póstnúmer