Nýtt ár, ný námskeið, ný stundatafla!

Stundatafla 2019 jan.PNG

Með nýju ári tekur við ný og betrumbætt stundatafla hjá okkur í Reykjavík MMA.

Ekki er um stórvægilegar breytingar að ræða en þær helstu eru eftirfarandi:

  • Fimleikaþrek mun hefja gögnu sína fyrst um sinn á laugardögum kl. 11:10. Fimleikaþrek eru tímar sem henta öllum. Æfingarnar byggjast mikið upp á “core” æfingum þar sem unnið er mikið með skalanlega líkamsþyngd, þ.e. hægt er að aðlaga erfiðleikastig æfinga eftir getu hvers og eins. Þjálfarar í fimleikaþreki eru þau: Magnús Ingi Ingvarsson, Thelma Rut Hermannsdóttir, Viktor Kristmannsson og Sigurður Andrés Sigurðsson, öll með gríðarlega reysnlu og bakgrunn úr fimleikum.

  • Stelputímar í Bjj Gi hefja göngu sína á miðvikudögum kl. 17:10. Frábærir tímar fyrir stelpur sem vilja læra sjálfsvörn og prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt. :)

  • Kickbox1 er grunnnámskeið í Kickboxi. Æfingar eru tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum. Frábært námskeið fyrir þá sem vilja læra grunntækni í kickboxi.

  • Ísensk Glíma verður alla mánduga kl. 17:10. Þóðaríþrótt okkar íslendinga sem hefur legið í dvala allt of lengi! Þjálfarar eru þau Sigurður Óli Rúnarsson og Margrét Rún Rúnarsdóttir sem bæði eru virkir keppendur í Glímu og keppa á Glímumótaröðinni.

Við hlökkum til þess að taka vel á móti ykkur á nýju ári, sjámust á dýnunum!

Kveðja,

Þjálfarar Reykjavík MMA

Reykjavík MMA